23. febrúar, 2010 - 16:32
Fréttir
Starfsmaður Oddeyrarskóla á Akureyri var handtekinn í skólanum gær og tölva í hans fórum gerð upptæk. Málið tengist
meintu kynferðisbroti mannsins á netinu og gruns um vörslu barnakláms, að sögn Gunnars Jóhannssonar yfirmanns rannsóknardeildar lögreglunnar
á Akureyri. Maðurinn var yfirheyrður í gær en sleppt að því loknu og er málið áfram til rannsóknar.
Ekki er um kennara að ræða við skólann, að sögn Gunnars og málið er ekki stórtækt eða alvarlegs eðlis. Slík mál
séu þó alltaf erfið og ekki síst fyrir skólann og þá sem honum tengjast.