Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi sínum í vikunni, tillögu félagsmálaráðs, sem lagði til að starfsemi sem nú er í einbýlishúsinu Bakkahlíð 39, íbúar og starfsfólk, flytji í eina einingu í Vestursíðu þegar nýja hjúkrunarheimilið verður tekið í notkun. Bakkahlíð er sambýli fyrir fólk sem er með minnissjúkdóma, þar búa átta íbúar og allir í sérbýli. Þar er leitast við að skapa sem heimilislegastar aðstæður og gera líf íbúa sem líkast því sem gerist í heimahúsum.