Starfsemi MS á Akureyri skert eftir rafmagnsleysi

Eitthvað er um að tjón hafi orðið á búnaði í fyrirtækjum í kjölfar rafmagnsleysis í gær.
Eitthvað er um að tjón hafi orðið á búnaði í fyrirtækjum í kjölfar rafmagnsleysis í gær.
Starfsemi Mjólkursamsölunnar á Akureyri er enn skert eftir rafmagnsleysið á svæðinu í gær. Norðlendingar furða sig á að Landsnet hafi ekki flokkað atvikið sem alvarlegt. Þetta kemur fram í frétt á vef Rúv.
 

Þar segir ennfremur að rafmagnsleysið sem varð í Eyjafirði og víðar í gær virðist hafa haft töluverðar afleiðingar. Kristín Halldórsdóttir, mjólkurbússtjóri MS á Akureyri, segir að hluti búnaðar sé enn óvirkur. Henda þurfti töluvert af hráefni í vinnsluferli og segir hún afleiðingarnar verulegar.

Landsnet flokkar rafmagnsleysið sem umfangsminni atburð, og Eva Hlín Dereksdóttir, framkvæmdastjóri verkfræðistofunnar Raftákns, furðar sig á því. Stofan hefur fengið margar beiðnir frá viðskiptavinum að koma búnaði í gang á ný.

„Þetta var á miðjum vinnudegi, það eru veitingastaðir sem urðu að loka, matvælavinnslur á svæðinu sem urðu að henda hráefni. Svo það er alveg ljóst að fyrirtækin á svæðinu verða fyrir fjárhagslegu tjóni,“ segir Eva við Rúv.

 


Athugasemdir

Nýjast