Stapi dæmdur til að greiða Glitni 3,6 milljarða króna

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt Stapa lífeyrissjóð til að greiða Glitni hf. 3,6 milljarða króna skuld samkvæmt átján afleiðusamningum.

Á sex ára tímabili, 2002 til 2008, gerðu Lífeyrissjóður Austurlands og Lífeyrissjóður Norðurlands og Stapi fjölda samninga við Glitni, meðal annars samninga um gjaldmiðla- og framvirk gjaldmiðlaviðskipti og samninga um gjaldmiðlaviðskipti. Lífeyrissjóður Norðurlands og Lífeyrissjóður Austurlands sameinuðust í Stapa.

Glitnir fór fram á að Stapi greiddi 18 samninga. Stapi reisti sýknukröfur sínar meðal annars á því að samningar hefðu aldrei komist á, enda væru þeir allir óundirritaðir. Glitnir lagði fram hljóðupptökur á milli skrifstofustjóra Stapa og starfsmanns Glitnis, máli sínu til stuðnings.

Samkvæmt upplýsingum Vikudags er verið að fara yfir dóminn hjá Stapa.

karleskil@vikudagur.is

Nýjast