Stærri og öflugri vetrarleikar

Mynd/Linda Óladóttir
Mynd/Linda Óladóttir

Éljagangur, vetrar- og útivistarhátíð á Akureyri, sem haldin hefur verið í byrjun febrúar frá því árið 2011, hefur verið sameinuð Iceland Winter Games sem haldin var í fyrsta sinn í fyrra. Í ár verður því haldin ein stór hátíð undir heitinu Íslensku Vetrarleikarnir / Iceland Winter Games dagana 6 til 14. mars.

Að hátíðinni standa Viðburðastofa Norðurlands, AFP (The Association Of Freeskiing Proffesionals), Hlíðarfjall, Akureyrarstofa og Markaðsstofa Norðurlands í samstarfi við Icelandair, Redd Bull og fleiri styrtaraðila.

Hátíðin sameinar eiginleika þessara tveggja viðburða og kynnir þá fjölbreyttu afþreyingu sem er í boði á svæðinu í og við Akureyri á veturna. Íslensku vetrarleikarnir eru einnig til þess fallnir að auka straum erlendra og innlendra ferðamanna norður á þessum árstíma. Með hátíðinni er horft til tækifæra og nýsköpunar í skíðaíþróttini og þá sérstaklega á sviði "Free skiing" og snjóbrettaiðkunar. Gestir Íslensku vetrarleikanna geta notið útiverunnar með ýmsum hætti; farið í síðagöngu, á þyrluskíði, í snjósleða-, husky- og hestaferðir, skútusiglingar o.fl. Haldið verður stór Freeskii-, bretta- og hundasleðamót auk sleðaspyrnu og boðið upp á ýmis konar tónlistarviðburði og aðra menningarviðburði. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar.

Nýjast