„Staðan er mjög alvarleg"

Vífilfell á Akureyri
Vífilfell á Akureyri
Á undanförnum misserum, og nú síðast í byrjun maí, hafa sveiflur verið á raforkuflutningi á Akureyri og nágrenni sem rekja má til þess að byggðalínan er komin að þanmörkum. Til að bregðast við þessu hefur Landsnet, rekstraraðili kerfsins, skert raforkuflutning til þeirra sem kaupa skerðanlega þjónustu. Þetta hefur haft áhrif á vinnslu fyrirtækja á Akureyri á borð við MS, Vífilfell og Becromal.

„Staðan er mjög alvarleg og þetta hefur áhrif á atvinnuuppbyggingu á svæðinu,“ segir Unnsteinn Jónsson verksmiðjustjóri hjá Vífilfelli.

Kristín Halldórsdóttir, mjólkurbússtjóri  hjá MS á Akureyri, segir fyrirtækið hafa brugðist við ónægri flutningsgetu með því að framleiða gufu með olíukötlum, sem er fjórfaldur kostnaður á við rafmagn. Hún segir ástandið ólíðandi eins og það er í dag. „Bæjaryfirvöld þurfa að beita sér í þessu máli. Ónæg flutningsgeta orku getur staðið í vegi fyrir atvinnuuppbyggingu á svæðinu.“


Ítarlega er fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags sem kom út í dag

Nýjast