Staðan á bólusetningum á Norðurlandi

Bólusetningar halda áfram í vikunni. Mynd/Margrét Þóra.
Bólusetningar halda áfram í vikunni. Mynd/Margrét Þóra.

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) fær senda 480 skammta af Pfizer bóluefninu í þessari viku sem verður nýtt til að bólusetja seinni bólusetningu hjá þeim sem fengu bóluefni 2. og 9. mars. Þá verða einnig starfsmenn sem eftir eru inn á hjúkrunar og dvalardeildum og aðrir heilbrigðisstarfstarfsmenn sem eru inn á heilbrigðistofnunum bólusettir. Þetta kemur fram á vef HSN.

Þá er einnig gert ráð fyrir að byrja með bólusetningar á slökkviliðsmönnum og vonandi klára þær í vikunni eftir páska. Vakin er athygli á því að sóttvarnarlæknir hefur ákveðið að Astra Zeneca bóluefnið skuli fara í eldri aldurshópana. HSN fær tæpa 1100 skammta af Astra Zeneca bóluefninu í vikunni sem verður nýtt til að bólusetja eldri íbúa og gert ráð fyrir að ná að bólusetja niður í árgang 1948 og jafnvel byrja á árgangi 1949.

Á Akureyri fer seinni bólusetning þeirra sem fengu fyrri bólusetninguna 2. og 9. mars fram í dag, mánudaginn 29. mars. Þá fer fram bólusetning þeirra sem ekki hafið bólusetningu í árgöngum 1942-1948 fram á morgun, þriðjudaginn 30. mars.


Athugasemdir

Nýjast