Staða íþrótta og framtíðarsýn

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, þau Elín Margrét Hallgrímsdóttir og Hjalti Jón Sveinsson, eru gestir á tíunda súpufundi Íþróttafélagsins Þórs, sem haldinn verður í Hamri á morgun, miðvikudaginn 7. mars kl. 12-13. Umræðuefnið er: íþróttir á Akureyri, staðan og framtíðarsýn. Þór hefur staðið fyrir súpufundum í Hamri í vetur, í samstarfi við Greifann og Vífilfell, þar sem fjölmörg málefni hafa verið til umfjöllunar. Forystumenn íþróttafélaga á Akureyri eru sérstaklega boðnir velkomnir á fundinn á morgun.

Nýjast