SS Byggir með lægsta tilboð í Glerártorg

Byggingafélagið SS Byggir á Akureyri átti lægsta tilboðið í byggingu um 10 þúsund fermetra viðbyggingar við Glerártorg, en tilboðin voru opnuð í morgun. Nú bárust þrjú tilboð en ekkert tilboð barst þegar verkið var boðið út í vetur. Tilboð SS Byggis hljóðaði upp á 1 milljarð og 339 milljónir sem er 128,8% miðað við kostnaðaráætlun en hún var upp á 1 milljarð og 40 milljónir.

Tilboð frá Ístak í Reykjavík var upp á 1 milljarð og 370 milljónir eða 131,7% miðað við kostnaðaráætlun og hæsta tilboðið var frá Stafnási í Reykjavík upp á 1 milljarð og 749 milljónir eða 168,2% miðað við kostnaðaráætlun. Tilboðin verða nú tekin til skoðunar. Talið er að vinna hefjist fljótlega en verklok eiga að vera í lok apríl á næsta ári.

Nýjast