22. nóvember, 2009 - 09:47
Fréttir
Skautafélag Akureyrar mátti sætta sig við annað tap gegn Skautafélagi Reykjavíkur á stuttum tíma á Íslandsmóti karla
í íshokkí, en félögin mættust í gærkvöld í miklum markaleik í Skautahöllinni í Laugardal og lauk leiknum með 7:5
sigri SR. Með sigrinum í gær tók SR afgerandi forystu í deildinni með 18 stig í eftir átta leiki en SA hefur 9 stig eftir sex leiki og á
því tvo leiki til góða á SR.
Mörk SA í leiknum skoruðu þeir Sigurður Sveinn Sigurðsson, Einar Valentine, Ingvar Þór Jónsson, Andri Freyr Sverrisson og Orri Blöndal.
Hjá SR var Gauti Þormóðsson með þrennu og þeir Daniel Kolar, Arnþór Bjarnason, Þórhallur Viðarsson og Andri
Þór Guðlaugsson með sitt markið hver.