21. apríl, 2010 - 17:28
Fréttir
Á fundi bæjarráðs Akureyri í morgun óskaði Baldvin H. Sigurðsson bókað að hann var með fyrirspurn um hvort til sé
viðbúnaðaráætlun sem tekur á og rannsakar áhrif öskufalls á Akureyri og nágrenni, stóraukinni þungaumferð gegnum
bæinn, aukinni aðsókn að sjúkrahúsi og tækniþjónustu ef hringvegurinn rofnar af völdum náttúruhamfara í Eyjafjalla- og
Mýrdalsjökli.
Jafnframt verði að athuga hvort Akureyrarflugvöllur geti annað millilandaflugi fyrir landið til lengri eða skemmri tíma. Bæjarstjóri upplýsti
að á svæðinu sé starfandi almannavarnanefnd og fyrir liggur viðbragðsáætlun sem virkjuð verður um leið og aðstæður kalla
á það.