LNS Saga sprengdi fyrstu hleðsluna í jarðgöngunum í Höfða á Húsavík í morgun klukkan 10.57 að staðartíma. Sprengt var í suðurenda ganganna. Að þessu sinni var neðri hluti gangaopsins sprengdur, en fyrirhugað er að sprengja efri hlutann klukkan 16 í dag.
Lítill sem enginn hávaði fylgdi sprengingunni og óvíst að aðrir en þeir sem voru á staðnum hafi orðið hennar varir og þeir bæjarbúar sem rætt var við fáeinum mínútum eftir sprenginguna, höfðu ekkert heyrt. JS