Sprengja í útlánum DVD-diska hjá Amtsbókasafninu

Algjör sprengja varð rétt fyrir páska hvað varðar útlán á DVD diskum hjá Amtsbókasafninu á Akureyri en á tveimur dögum lánuðust alls 447 DVD diskar. Á hefðbundnum fimmtudegi lánast oft á bilinu 80 til 100 DVD-diskar á Amtsbókasafninu. Það eru yfirleitt vinsælustu útlánadagarnir þar sem þeim diskum þarf ekki að skila fyrr en á mánudegi.  

Meðaltal á mánuði árið 2011, þ.e. fyrir mánuðina (janúar, febrúar og mars eru 1430 DVD diskar. Alls lánuðust 4288 DVD diskar fyrstu þrjá mánuði ársins að því er fram kemur í frétt á vefsíðu Amtsbókasafnsins.

Nýjast