Spenningur fyrir heimsmeistaramótinu

Það styttist í að HMí handboltahefjist og hafa ýmsir veitingastaðir á Akureyri gert ráðstafanir til að geta boðið viðskiptavinum sínum upp á að horfa á leikina á stórumskjám. Akureyri handboltafélag og Greifinn hafa t.d. gertsamkomulag um sérstaka HM stofu þar sem spáð verður í spilin. Mótið hefst 20. janúar og samkvæmt upplýsingum á vef KA handboltaféalgs getur fólk horft á leiki í  Stássinu á Greifanum  á stórum sjónvarpsskjá, hlýtt á handboltaspekinga spá í spilin fyrir leiki, í hálfleik og eftir leiki, og Greifinn býður upp á sérstakan HM-matseðil, einfaldan en sportlegan. Ísland leikur í B-riðli, sem fram fer í Magdeburg. Leikirnir í riðlakeppninni eru þessir: Laugardagur 20. janúar Ísland - Ástralía 15.00 Sunnudagur 21. janúar Ísland - Úkraína 17.00 Mánudagur 22. janúar Ísland - Frakkland 19.00  

Leikstaðir og tímar í milliriðli fara eftir gengi Íslands í B-riðlinum. Framhaldið verður því auglýst nánar síðar, en HM-stofan verður að sjálfsögðu opin alla keppnina - að minnsta kosti þegar Ísland leikur og þegar leikið verður um efstu sætin.

  

Nýjast