Sparisjóðurinn styrkti HSN á Grenivík og Grenilundi

Á myndinni eru frá vinstri til hægri; Sesselja Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur HSN á Grenivík, Fjóla…
Á myndinni eru frá vinstri til hægri; Sesselja Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur HSN á Grenivík, Fjóla Stefánsdóttir forstöðumaður Grenilundar, Jóhann Ingólfsson stjórnarformaður Sparisjóðs Höfðhverfinga, Valur Helgi Kristinsson læknir á HSN, Inga Berglind Birgisdóttir yfirhjúkrunarfræðingur svæðis á Akureyri hjá HSN og Jón Ingvi Árnason sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Höfðhverfinga.

Sparisjóður Höfðhverfinga færði á dögunum HSN á Grenivík og Grenilundi tæki að gjöf. Um er að ræða CRP tæki en það mælir bæði á einfaldan og fljótvirkan hátt merki um sýkingu/bólgu í blóði. Inga Berglind Birgisdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur svæðis á Akureyri hjá HSN. segir gjöfina koma sér afar vel.

„Þetta getur í mörgum tilfellum flýtt fyrir mati á alvarleika veikinda, sérstaklega hjá börnum. Við kunnum Sparisjóði Höfðhverfinga bestu þakkir fyrir þessa góðu gjöf. Hún mun koma sér afar vel,“ segir Inga Berglind.

Jón Ingvi Árnason, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Höfðhverfinga, sagði við afhendinguna að það væri sönn ánægja að geta styrkt mikilvægar stofnanir í sínu nærsamfélagi á þennan hátt og vonar að tækið komi að góðum notum.


Athugasemdir

Nýjast