Sparisjóður Norðlendinga og meistaraflokkur kvennaliðs Þórs/KA í knattspyrnu skrifuðu fyrir stuttu undir styrktarsamning fyrir árið 2007. Sparisjóður Norðlendinga hefur undanfarin ár stutt við bakið á stúlkunum og verður árið í ár því engin undantekning frá því.
Þór/KA spilar sinn fyrsta leik á þessu tímabili á morgun, laugardag, þegar liðið mætir FH í B-deild deildarbikarsins kl.13:00 í Boganum. Þetta er jafnframt fyrsti leikur liðsins undir stjórn Dragans Stojanovic og Siguróla Kristjánssonar.