Sparar tíma og peninga

Fótbolti er vinsæl íþrótt. Mynd/Sævar Geir.
Fótbolti er vinsæl íþrótt. Mynd/Sævar Geir.

Til stendur að samþætta íþrótta-og tómstundaiðkun barna við skólavistun á Akureyri. Í skoðun er að bjóða upp námskeið þar sem krakkar fá að kynnast mörgum íþrótta og tómstundagreinum. Áætlað er að breyta leiðakerfi strætó hjá bænum á þann veg að það nýtist ekki síst börnum og unglingum í íþrótta- og tómstundastarfi. Þannig sé hægt að minnka bílferðir hjá foreldrum. Þetta verður gert í samvinnu við íþróttafélög og aðstandendur tómstundarstarfs bæjarins. Stefnt er að því að hluti þessa fyrirkomulags taki gildi haustið 2015.

-þev

Nánar er fjallað um þetta mál í prentútgáfu Vikudags

Nýjast