Spænskur kjúklingaréttur fyrir 8 manns

Gunnar Halldór Gunnarsson tók boltann á lofti frá Rósu Kristjánsdóttur í síðasta matarkrók og snarar hér fram spænskum kjúklingarétti fyrir 8 manns

Gunnar segir að þessi réttur sé alveg tilvalinn fyrir fjölmenna veislu og er þá uppskriftin stækkuð í samræmi við fjöldann. Hann segir að það besta við þennan rétt að allt sé gert kvöldið áður og því þurfi ekkert að gera sama daginn og veislan fer fram en að setja réttinn í ofninn og gera meðlætið klárt. "Þið getið rétt ímyndað ykkur hversu þægilegt þetta er og hér hér koma herlegheitin."

1 kjúklingur í bitum eða 8 bringur en skera þær í þrennt  
hvítlauksrif brytjað 
1/4 bolli oregano 
1/2 bolli rauðvínsedik 
1/2 bolli olívuolía 
1 bolli sveskjur,brytjaðar 
1/2 bolli olívur 
1/2 bolli kapers 
6 mulin lárviðarlaug 
¼ bolli söxuð steinselja.

Öllu þessu er blandað saman og sett yfir kjúklingabitana og geymt í ískáp í einn sólarhring

Lagt í fat og 1 bolli púðusykur settur yfir herlegheitin, ásamt einum bolla af hvítvíni og steinseljunni. 
Sett í ofninn í 1 klukkustund. 
Borið fram með hrísgrjónum og brauði.

Gunnar Halldór skorar á Hólmfríði Guðnadóttur að leggja til uppskriftir í matarkrókinn að viku liðinni.

Nýjast