Spá 21 stigs hita norðanlands

Fátt er skemmtilegra en að busla í lauginni á sólríkum sumardegi. Mynd/Þröstur Ernir
Fátt er skemmtilegra en að busla í lauginni á sólríkum sumardegi. Mynd/Þröstur Ernir

Einmuna veðurblíða er á Norðurlandi í dag og gerir Veðurstofan ráð fyrir að hitinn í innsveitum norðanlands fari upp í 21 stig. Hlýtt verður áfram á morgun og laugardag en þykknar upp á sunnudeginum með vætu. Veðurspáin fyrir landið í dag: Suðaust­læg eða breyti­leg átt, skýjað, en víða bjart um landið norðan­vert. Bæt­ir í vind suðvest­an­til und­ir kvöld. Á morg­un verður dá­lít­il rign­ing sunn­an- og vest­an­lands, en bjartviðri fyr­ir norðaust­an. 

 

Nýjast