Einmuna veðurblíða er á Norðurlandi í dag og gerir Veðurstofan ráð fyrir að hitinn í innsveitum norðanlands fari upp í 21 stig. Hlýtt verður áfram á morgun og laugardag en þykknar upp á sunnudeginum með vætu. Veðurspáin fyrir landið í dag: Suðaustlæg eða breytileg átt, skýjað, en víða bjart um landið norðanvert. Bætir í vind suðvestantil undir kvöld. Á morgun verður dálítil rigning sunnan- og vestanlands, en bjartviðri fyrir norðaustan.