Söngvar tengdu þrælahaldi í Akureyrarkirkju
Næstkomandi sunnudagskvöld, þann 16. nóvember kl. 20:00 flytur Kór Akureyrarkirkju ásamt hljómsveit negrasálma á tónleikum í Akureyrarkirkju. Saga negrasöngva og sálma er órjúfanlega tengd þrælahaldi Ameríkana á fólki frá vesturströnd Afríku á 17. öld allt til 1865 er þrælahaldið var afnumið. Einsöngur plantekruþræla um hörmuleg lífskilyrði urðu að vinnusöngvum fjöldans en þar sem þrælahaldar leyfðu hvorki dans né trommuslátt, eins og þessara fyrrum Afríkubúa var vani, neyddust þeir til að hittast á laun til að deila gleði sinni, sársauka og vonum.
Þrælahald var álitamál í augum kirkjunnar og því var þrælum leyft að sitja undir guðsþjónustum. Að tilbeiðslu lokinni nýttu þrælarnir tækifærið til að syngja saman og dansa. Undir lok 17. aldar urðu fyrstu trúarlegu negrasöngvarnir til, innblásnir af boðskap Jesú Krists og Biblíunnar. Í
Kór Akureyrarkirkju syngja nú á bilinu 70-80 félagar. Einn kórfélaga, Haraldur Hauksson, syngur einsöng á tónleikunum. Stjórnandi kórsins er Eyþór Ingi Jónsson. Hljómsveitina á tónleikunum skipa: Daníel Þorsteinsson á píanó, Jón Rafnsson á kontrabassa og Halldór G. Hauksson á slagverk. Aðgangseyrir kr. 2.500, frítt fyrir yngri en 18 ára.