08. mars, 2011 - 08:44
Fréttir
Leikhópurinn Silfurtunglið vinnur nú að uppsetningu á söngleiknum Hárinu sem verður frumsýnt í Hofi 15. apríl næstkomandi.
Hárið er einn vinsælasti söngleikur allra tíma og verður nú í fyrsta sinn frumsýndur í atvinnuleikhúsi á Akureyri.
Söngleikurinn er eftir þá James Rado og Gerome Ragni en tónlistin er eftir Galt MacDermot. Jón Gunnar Þórðarson leikstýrir Hárinu.
Sumarið er 1968, tónlistin er í loftinu og hermenn á leið í stríðið í Víetnam. Miðasala hefst 21. mars í Hofi og
á www.menningarhus.is.