Ástæðurnar eru tvær: Annars vegar velgengni 39 þrepa sem gengur fyrir fullu húsi helgi eftir og helgi, og hins vegar of mikill kostnaður við að búa þessari mögnuðu sýningu viðeigandi umgjörð í öðru húsnæði. Allar aðstæður í Hofi munu verða eins og best verður á kosið og því mun draumurinn um viðamikla og glæsilega sýningu á Rocky Horror rætast með haustinu og vel það. Þeir frábæru listamenn sem komið hafa að undirbúningi Rocky Horror munu fylgja sýningunni í Hof, segir í fréttatilkynningu frá LA.