Söngkeppni VMA haldin í Hofi

Valdís Eiríksdóttir sigraði í söngkeppni VMA árið 2011.
Valdís Eiríksdóttir sigraði í söngkeppni VMA árið 2011.

Hin árlega söngkeppni í Verkmenntaskólanum á Akureyri verður haldin fimmtudaginn 12.febrúar í Menningarhúsinu Hofi. Þar munu stíga á svið 23 keppendur með 18 atriði en  hljómsveit undir stjórn Tómasar Sævarssonar leikur undir hjá keppendum. Dómarar verða Lára Sóley, Rúnar Eff og Magni Ásgeirs. Eyþór Ingi Gunnlaugsson kynnir keppnina en hann sigraði keppnina í VMA 2007 og Söngkeppni framhaldsskólanna sama ár.

Keppnin er sannarlega góður vettvangur fyrir nemendur sem vilja koma sér á framfæri og láta ljós sitt skína utan skólans en tónlistarlífið í VMA er fjölbreytt og líflegt. Til mikils er að vinna, enda hafa dæmin sannað að Söngkeppni framhaldsskólanna er góður stökkpallur fyrir unga og efnilega söngvara en í þá keppni fer sigurvegari úr Söngkeppni VMA.

Allir eru velkomnir að koma að horfa á  söngvara framtíðarinnar stíga á stokk í Menningarhúsinu Hofi. Keppnin hefst kl.20:00. Miðasala er í Menningarhúsinu Hofi, í síma 450 1000 og á menningarhus.is

Nýjast