Sóley Björk Stefánsdóttir leiðir lista VG á Akureyri

Sóley Björk Stefánsdóttir/mynd karl eskil
Sóley Björk Stefánsdóttir/mynd karl eskil

Sóley Björk fékk 36 atkvæði í fyrsta sæti, eða 86 % atkvæða, en kosið var á fundi á Hótel KEA í dag. Hermann Ingi Arason fékk þrjú atkvæði í fyrsta sæti. Edward Hákon Huijbens skipar annað sæti framboðslistans. Hann fékk 33 atkvæði, eða 70 % greiddra atkvæða. Hildur Friðriksdóttir skipar þriðja sæti listans.

Vinstri græn eru með einn bæjarfulltrúa, Andrea Hjálmsdóttir bæjarfulltrúi sóttist ekki eftir endurkjöri.

„Ég er mjög bjartsýn, enda er frábært fólk og kraftmikið í framboði. Lýðræðismálin eru mér mjög hugleikin, ég hef unnið mikið með svokallað opið lýðræði, sem hefur gengið mjög vel. Jafnréttis- og umhverfismál eru sömuleiðis mér ofarlega í huga. Hérna á Akureyri hefur ríkt ákveðin stöðnun og það þarf að bretta upp ermar á ýmsum sviðum. Ég hlakka til komandi kosningavinnu, enda mikill hugur í okkur.“

karleskil@vikudagur.is

Nýjast