12. júní, 2007 - 09:12
Fréttir
Hvernig lítur Akureyri út frá sjó séð? Hvenær er fyrstu mannaferða getið á Oddeyrinni? Hvar er elsta hús Akureyrar? Hvernig atvinnustarfsemi var á Oddeyrinni? Hver byggði Akureyrarkirkju? Svörin við þessum spurningum fást í sögusiglingu með Húna II miðvikudaginn 13. júní kl 19:30. Hanna Rósa Sveinsdótttir, sérfræðingur hjá Minjasafninu á Akureyri, sér um leiðsögnina en siglingin er í boði Akureyrarstofu, Minjasafnsins á Akureyri og Hollvina Húna II. Farið verður frá Torfunefsbryggju við Kaupvangsgilið kl. 19:30 og allir eru velkomnir.