Sögulegar minjar í hættu

Sigurður Bergsteinsson kannar fornleifarnar við sjávarbakkann í Hrísey við rústir Hvatastaðabæjarins…
Sigurður Bergsteinsson kannar fornleifarnar við sjávarbakkann í Hrísey við rústir Hvatastaðabæjarins.

Hætta er á að sögulegar fornminjar í Hrísey muni skolast burt verði ekkert að gert. Rústir Hvatastaðabæjarins eru í mikilli hættu vegna sjávargangs og er nú aðeins rétt um metra frá rústum og að sjávarbakkanum. Þorsteinn Þorsteinsson, íbúi á Akureyri og sundlaugarvörður í Hrísey, segir að engar sögulegar heimildir séu til um hvenær búið var á Hvatastöðum og ef til vill sé þetta einn af fyrstu mannabústöðum við Eyjafjörð.

Sigurður Bergsteinsson, minjavörður Norðurlands eystra, bendir á að víða um landið liggi fornminjar við sjávarbakka sem séu í hættu. Ástandið í Hrísey sé því hluti af stærra vandamáli.

„Mikil menningarverðmæti eru í húfi,“ segir Sigurður.

-þev

Nánar er fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags

Nýjast