Sóðaskapur við gönguparadís

Myndina tók Karl Smith.
Myndina tók Karl Smith.

Þeim brá heldur betur í brún hjónunum frá Kópavogi sem dvöldu á Akureyri í nokkra daga nýverið og fengu sér göngutúr yfir brýrnar sunnan við flugvöllinn, þar sem náttúrufegurðin er jafnan mikil og fjölbreytt fuglalíf. „Við höfum komið hingað undanfarin ár og það er mjög dapurlegt að sjá þetta núna. Það var búið að sturta stórum haugum af sorpi, grjótmulningi, hrossataði og rusli í mýrina rétt sunnan við veginn. Þetta er ótrúleg umgengni við þessa gönguparadís.“

throstur@vikudagur.is

Nýjast