Snjóþunginn reynist dýrkeyptur

Mynd/Þröstur Ernir
Mynd/Þröstur Ernir
Framkvæmdaráð Akureyrar áætlar að fara verulega fram úr fjárhagsáætlun ársins. Vegur þar þyngst kostnaður við snjómokstur og viðhald gatna og hefur framkvæmdaráð óskað eftir viðauka hjá bæjarráði upp á 140 milljónir króna. Dagur Fannar Dagsson, formaður framkvæmdaráðs, segir í samtali við Vikudag að síðustu tveir vetur hafi verið afar snjóþungir. Aðspurður hvort snjómokstur sé í uppnámi fyrir áramót segir Dagur: „Við vitum ekki hvort til þess kemur að moki þurfi næstu tvo mánuði en ég geri þó fastlega ráð fyrir því og þá verður það gert.“

-þev


Nýjast