Í dag verður norðlæg átt á Norðurlandi eystra, 10-15 m/sek., en hægari og úrkomulítið síðdegis. Vaxandi austan átt á morgun, 10-18 m/s síðdegis og fer að snjóa, hvassast á annesjum. Frost 5 til 10 stig, en kaldara í nótt.
Það er snjóþekja, hálka eða hálkublettir á vegum á Norðurlandi og éljagangur á stöku stað. Siglufjarðarvegur er lokaður. Þæfingsfærð er frá Hofsós að Fljótum. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Öxnadalsheiði og á Tjörnesi.
Á þriðjudag:
Vaxandi austanátt, 10-20 m/s síðdegis, hvassast við suðurströndina 13-18 syðst. Fer að snjóa á S-verðu landinu, en yfirleitt þurrt fyrir norðan. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum NA-lands.
Á miðvikudag:
Vaxandi austan átt og dálítil él, hvassviðri eða stormur síðdegis og víða snjókoma, en talsverð slydda suðaustanlands. Hlýnar lítið eitt.
Á fimmtudag:
Norðaustan hvassviðri eða stormur norðvestantil, en mun hægari vindur sunnan- og austanlands. Snjókoma fyrir norðan, en dálítil él sunnanlands. Frost 0 til 5 stig, en yfirleitt frostlaust við suðurströndina.
Á föstudag og laugardag:
Útlit fyrir stífa norðan og norðaustan átt. Él norðan- og austantil, en annars úrkomulítið. Kólnandi veður.
Á sunnudag:
Breytileg vindátt, úrkomulítið og kalt í veðri.