Snjókoma í dag – þæfingur á Öxnadalsheiði

Myndin er tekin af vef Vegagerðarinnar
Myndin er tekin af vef Vegagerðarinnar

Í dag verður norðaustlæg átt á Norðurlandi eystra, 8-13 m/s, él og vægt frost. Norðaustan 13-18 og snjókoma undir kvöld. Suðaustan 8-13 á morgun og þurrt, hiti 1 til 5 stig. Á Akureyri sjónaði töluvert í nótt og eru vegfarendur hvattir til að sýna aðgát. Meðfylgjandi mynd sýnir stöðuna á Öxnadalsheiði á níunda tímanum.

Hálka eða snjóþekja er víðast hvar á Norðurlandi og austan Blönduóss er víða hríðarveður. Stórhríð er á Þverárfjalli og vegur ófær en hálkublettir á Vatnsskarði og skafrenningur. Talsverður skafrenningur er á Öxnadalsheiði og heiðin þungfær. Ófært er yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi en mokstur er hafinn.
 

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Austan 10-18 m/s, hvassast S- og V-lands, en víða 8-13 síðdegis. Rigning S-til á landinu og á Austfjörðum, einnig á Vestfjörðum framan af degi, annars úrkomulítið. Hiti 1 til 6 stig, en kringum frostmark á N-landi. 
 

Á miðvikudag:
Austan og suðaustan 3-10 m/s, hvassast SV-lands. Bjartviðri á N-verðu landinu, annars skýjað og rigning eða slydda með köflum S-til, einkum við ströndina. Hiti 0 til 5 stig S-lands og á Austfjörðum, en vægt frost annars staðar.

Á fimmtudag:
Norðaustan 5-10 m/s og lítilsháttar él NA-til, en bjart veður á S- og V-landi. Hiti kringum frostmark, en vægt frost í innsveitum fyrir norðan.

Á föstudag, laugardag og sunnudag:
Útlit fyrir norðaustan- og norðanátt og snjókomu eða él, en yfirleitt úrkomulaust sunnan heiða. Hiti um og undir frostmarki.

Nýjast