Samkvæmt nýjum tölum á covid.is greindust þrjú kórónuveirusmit á Norðurlandi eystra í gær. Nú eru 45 í einangrun og 70 í sóttkví. Alls greindust 59 innalandssmit í gær.
Tíu manna sendinefnd íslenskra heilbrigðisyfirvalda hefur ferðast um Skandinavíu með það að markmiði að laða íslenska lækna aftur heim. Ragnheiður Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga, var fulltrúi SAk í ferðinni.
Á vef Visis í dag er að finna frétt um niðurtöðu Landsréttar i máli hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle giants á Húsavík gegn Hafnarsjóði Norðurþings um lögmæti farþegagjalds sem hafnasjóðurinn innheimtir.
Í gær 30. október 2025 var Farsældarráð Norðurlands eystra formlega stofnað við hátíðlega athöfn á Akureyri að viðstöddum hæstvirtum mennta- og barnamálaráðherra Guðmundi Inga Kristinssyni sem flutti ávarp af þessu tilefni. Þá voru viðstaddir bæjar- og sveitarstjórar svæðisins og stjórnendur ríkisstofnana og annarra lykilþjónustuveitenda í málefnum barna í landshlutanum. Þá fluttu Lára Halldóra Eiríksdóttir formaður stjórnar SSNE og Þorleifur Kr. Níelsson verkefnastjóri Farsældarráðs Norðurlands eystra ávörp. Þá steig tónlistarkonan Dana Ýr á stokk og spilaði lög sem pössuðu vel við þessi tímamót.
Fyrsti vetrardagur var um liðna helgi og óhætt er að segja að landsmenn hafi fengið áminningu um það hvað framundan gæti verið næstu mánuði s.l. 10 daga eða svo.
Bæjarráð Akureyrar fagnar því að þingsályktunartillaga um borgarstefnu hafi verið samþykkt og leggur áherslu á að sveitarfélagið sé reiðubúið að taka virkan þátt í vinnu við gerð aðgerðaáætlunar. Akureyri er nú skilgreind sem svæðisborg eftir samþykkt á Alþingi. Með borgarstefnu er stuðlað að þróun og eflingu tveggja borgarsvæða á Íslandi.
Þessa vikuna er verið að fjarlægja raflínumöstur Laxárlínu í Kjarnaskógi enda búið að leggja allar raflínur í jörð en vegna þessa má búast við umferð vinnutækja á göngu- og skíðabrautum.
„Ég á frændfólk og vini á Akureyri og hlakka því alltaf til að halda í höfuðstað Norðurlands, borgina góðu norðan heiða sem við þurfum að efla og styrkja enn frekar svo að skynsamlegt jafnvægi í byggð haldist nú eitthvað í landinu. Þá skiptir öflugt háskólasamfélag miklu máli,“ svarar Guðni aðspurður um heimsókn hans norður yfir heiðar.