Smitaðir einstaklingar virða ekki reglur

Akureyri.
Akureyri.
Lögreglan á Akureyri hefur þurft að hafa afskipti af smituðum einstaklingum og fólki sem á að vera í sóttkví. Þetta kemur fram á Facebooksíðu lögreglunnar. Farsóttarhús hefur verið opnað á ný á Akureyri en smitum hefur fjölgað nokkuð á Norðurlandi eystra í vikunni.
 
Nú eru 38 í einangrun og 99 í sóttkví. Stök smit eru að greinast úti í samfélaginu þar sem óljóst er með tengingar við önnur smit. Aðgerðastjórn vill beina því til íbúa umdæmisins að gæta að eigin sóttvörnum. Þvo og spritta hendur, halda 2 metra fjarlægð við ótengda aðila og takmarka samneyti við fólk eins og kostur er.

Nýjast