SMÍ: Brynjar Leó og Veronika sigurvegarar í göngutvíkeppni

Brynjar Leó Kristinsson og Veronika Lagun frá SKA eru sigurvegarar í göngutvíkeppni á Skíðamóti Íslands sem fer í Bláfjöllum en þetta var ljóst eftir keppni gærdagsins í skíðagöngu með hefðbundinni aðferð.

Þar sigraði Veronika Lagun SKA í kvennaflokki en hún varð aðeins einni sekúndu á undan Hólmfríði Völu Svavarsdóttur SFÍ. Þriðja varð síðan Svava Jónsdóttir SÓ.

Í karlaflokki sigraði Sævar Birgisson SÓ en Brynjari Leó Kristinssyni SKA varð annars em dugði honum til sigurs í göngutvíkeppni. Daníel Jakobssyni SFÍ varð þriðji.

Í dag, sunnudag, verður m.a. keppt  í boðgöngu þar sem  SKA á  titil að verja í karlaflokki.

Nýjast