Smáþjóðaleikar: Piotr í liði mótsins

Piotr Kempisty, blakmaður hjá KA og íslenska landsliðinu, var valinn í lið mótsins á Smáþjóðaleikunum sem fram fóru í Liechtenstein á dögunum. Piotr var í liði mótsins sem stigahæsti leikmaðurinn í karlaflokki.

Blaklið Íslands áttu annars erfitt uppdráttar á leikunum og náðu ekki verðlaunasæti. Kvennaliðið tapaði öllum sínum leikjum og hafnaði í fimmta sæti, en karlaliðið vann tvo leiki af fimm og endaði í fjórða sæti.

Einnig gekk lítið hjá íslensku strandblaksliðunum og enduðu bæði karla-og kvennaliðið í neðsta sæti. Með kvennaliðinu lék Birna Baldursdóttir blakkona úr KA.

Nýjast