„Slysahætta fyrir framan nefið á okkur“

Stöngin er umdeild og margir vilja hana burt. Mynd/Þröstur Ernir
Stöngin er umdeild og margir vilja hana burt. Mynd/Þröstur Ernir

Margrét Kristín Helgadóttir, bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar á Akureyri, vill losna við slána sem lokar bílastæði í miðbæ Akureyrar. Margrét segir slána vera slysahættu og óþarfa, en ekki er langt síðan að ung kona fékk slána í höfuðið og varð fyrir meiðslum. „Þarna er slysahætta fyrir framan nefið á okkur sem engin gefur gaum,“ segir Margrét. Að minnsta kosti tvö slys hafa orðið síðan sláin kom upp.

Í fyrra slasaðist ung kona og einnig varð slys árið 1996. Fulltrúi Bjartrar framtíðar í skipulagsnefnd hefur óskað eftir að málið verði tekið upp þar. „Út frá bæði útliti og slysahættu sé ég ekki þörfina fyrir þessa stöng," segir Margrét en nánar er fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags.

-þev

 

Nýjast