Á Norðurlandi eystra verður hiti á bilinu 1-8 stig í dag, austlæg átt, skýjað og dálítil slydda eða rigning. Í nótt verður hiti í kringum frostmark.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Austan og suðaustan 5-10 m/s. Dálítil rigning eða skúrir, en yfirleitt þurrt á N- og A-landi. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast SV-lands.
Á miðvikudag:
Sunnan 5-10 og lítilsháttar rigning, en skýjað með köflum og þurrt á NA-verðu landinu. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast NA-lands.
Á fimmtudag:
Suðvestanátt og stöku skúrir vestantil, en víða léttskýjað um landið austanvert. Hiti svipaður.
Á föstudag:
Vestlæg átt og dálitlar skúrir. Hiti yfirleitt 5 til 10 stig.
Á laugardag:
Austanátt og væta S-lands, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag:
Útlit fyrir norðanátt og kólnandi veður.