Slóvenar eru glaðvært fólk og afar gestrisnir. Ekki spillir einstök náttúrufegurð og veðurfarselg fjölbreyttni landsins, sem nær frá Miðjarðarhafi upp í Alpafjöll og allt til gresja Ungverjalands. Slóvenarnir, sem hingað koma, munu að einhverju leyti dreifast um allt land. Hver Slóveni mun m.a. gróðursetja eitt tré hér á landi í þakklætisskyni fyrir stuðning þjóðarinnar fyrir 20 árum. Það er Ferðaskrifstofan Nonni, sem skipuleggur ferðina til Slóveníu og tekur á móti hinum erlendu gestum. Skrifstofan hóf rekstur 1989 og hefur allar götur síðan lagt aðaláherslu á móttöku erlendra ferðamanna hér á landi, segir í fréttatilkynningu.