Akureyrarbær hyggst setja upp sleðarennibraut í Hlíðarfjall sem yrði opin yfir sumartímann. Sleðarennibrautin var ein þeirra hugmynda sem bárust Akureyrabæ sem auglýsti nýverið eftir hugmyndum um nýtingu og rekstur útivistarsvæðisins í Hlíðarfjalli yfir sumarmánuðina. Áætlað er að framkvæmdin muni kosta um 100 milljónir króna og verði tilbúinn sumarið 2017. Lengri frétt um þetta mál má nálgast í prentútgáfu Vikudags.
-Vikudagur, 23. mars