Þriðja krullmót vetrarins hjá Krulludeild Skautafélags Akureyrar, Gimli Cup, lauk í gærkvöldi en átta lið úr röðum Krulludeildar SA tóku þátt á mótinu og voru það Skytturnar sem stóðu uppi sem sigurvegarar en liðið vann sex leiki af sjö á mótinu.
Í öðru sæti urðu Mammútar með fimm sigra og í þriðja sæti Garpar með fjóra sigra. Þetta er annað mótið sem Skytturnar vinna á þessu keppnistímabili en fyrr í haust varð liðið Akureyrarmeistari í krullu.
Lið Skyttanna skipa þeir Jón Hansen, Árni Ingólfsson, Sigurgeir Haraldsson, Árni Arason og Ágúst Hilmarsson.