Skúta strandaði - áhöfnin óhult

björgunarsveitir á Eyjafjarðarsvæðinu fengu útkall vegna skútu sem hafði strandað í Eyjafirði. Mynd …
björgunarsveitir á Eyjafjarðarsvæðinu fengu útkall vegna skútu sem hafði strandað í Eyjafirði. Mynd Landsbjörg.

 

Útkall vegna skútu sem hafði strandað í Eyjafirði barst laust fyrir kl. 5 í dag.  Útkallsboðin fóru á Björgunarskipið Sigurvin á Siglufirði, Súlur Björgunarsveitina á Akureyri og Björgunarsveitina Dalvík.

 Súlur, Björgunarsveitin á Akureyri voru komin fyrst á vettvang um kl. 17:45 á tveimur Rescue Runnerum (svipuð tæki og jetski) og björgunarbát. Þau töluðu við áhöfn skútunnar, tvo aðila, sem voru óhult. Stuttu seinna kom Björgunarsveitin Dalvík á björgunarbát. Björgunarskipið Sigurvin kom á vettvang kl. 18:30.

 Klukkan 19:30 var skútan laus og sigldi á eigin vélarafli. Bjargir eru nú á leið heim en Sigurvin fylgdi skútunni á sinn næsta áfangastað áður en heim var haldið.

Veðrið á vettvangi var gott, um 9 gráður, 3 m/s og bjart segir í tilkynningu frá Landsbjörgu.


Athugasemdir

Nýjast