Skuldir íslenskra sjávarútvegs- fyrirtækja hafa hækkað mikið

Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki skulduðu vel yfir 500 milljarða króna í árslok 2008. Þetta er mat Stefáns B. Gunnlaugssonar lektors við viðskiptadeild Háskólans á Akureyri. Nettóskuldirnar á þessum tímapunkti hafi verið um 420 milljarðar. Skuldir íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja hafa hækkað mjög á undanförnum árum. Árið 1997 voru nettóskuldirnar til dæmis um 90 milljarðar króna.  

Stefán fjallaði um stöðu íslensks sjávarútvegs á málþingi viðskipadeildarinnar í gær. Hagstofan mun í næsta námuði gefa út tölur um stöðu sjávarútvegsfyrirtæka, þannig að talan sem Sefán nefndi er áætlun. Hann sagði að greinin ætti líklega að ráða við þessar skuldir, en óvissuþættirnir væru hins vegar margir, svo sem vaxtastig.  Stefán benti á að mörg fyrirtæki væru mjög skuldug en önnur stæðu ágætlega. Því mætti búast við því að einhver fyrirtæki gætu ekki staðið við sínar skuldbindingar í framtíðinni. Að mati Stefáns er lykilatriðið í stöðunni hagræðing.

Nýjast