Vinnueftirlitið og VÍS halda forvarnaráðstefnu í Hofi á Akureyri í dag, þar sem fjallað verður um öryggi og vinnuvernd hjá smærri fyrirtækjum og sveitarfélögum.Fjárveitingar til okkar hafa verið skornar niður og stöðugildum í fyrirtækjaeftirliti hefur verið fækkað. Í fyrra voru heimsóknirnar til dæmis um 40% færri en árið 2009. Við reynum að bregðast við breyttum aðstæðum með því að efla fræðslustarfsemi og leggjum áherslu á að fyrirtækin sjálf haldi utan um þessa hluti. Stóri bróðir á ekki og getur aldrei séð um öryggi á vinnustöðum, stjórnendur þurfa að tryggja að öryggismál séu í lagi í samstarfi við starfsmennina.
Slysum fjölgar í fiskvinnslu
Samkvæmt opinberum tölum hefur skráðum slysum fækkað frá efnahagshruni. Áberandi er að slysum hefur fækkað í byggingariðnaði, enda hefur starfólki í greininni fækkað verulega. Á sama tíma sjáum við að slysum hefur fjölgað í fiskvinnslunni. Þess vegna höfum við sett á laggirnar verkefni sem snýr sérstaklega að þeirri grein, um er að ræða bæði fræðslu og eftirlit.
Opin ráðstefna
Ráðstefnan í Hofi er öllum opin, stjórnendur og þeir sem starfa að eða bera ábyrgð á vinnuvernd eru sérstaklega hvattir til að mæta.
Nánar um þetta mál í prentútgáfu Vikudags
karleskil@vikudagur.is