Skortur á stuðningsfjölskyldum

Löng bið er eftir stuðningsfjölskyldu á Akureyri.
Löng bið er eftir stuðningsfjölskyldu á Akureyri.

Erfitt er að fá stuðningsfjölskyldur fyrir börn á Akureyri sem þurfa á því að halda. Þörf fyrir slíkan stuðning hefur aukist á svæðinu undanfarin ár og eru sjö börn á biðlista í dag. Flestar tilvísanir eru síðan um mánaðarmótin maí/ júní en þrjú börn hafa beðið lengur en í sex mánuði eftir að komast að. Fötluð börn og fjölskyldur þeirra geta fengið stuðningsfjölskyldur ef þörf er fyrir hendi.

Þessi börn eru með skilgreindar fatlanir á borð við þroskahömlun, einhverfu og hreyfihömlun og fá þjónustu samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks. Karólína Gunnarsdóttir hjá Fjölskyldudeild Akureyrarbæjar segir stöðuna alvarlega.

-þev

Nánar er fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags sem kom út í gær

Nýjast