Skortur á nýliðun í byggingargreinum

Frá byggingarvinnu í Naustahverfi á Akureyri. Mynd/Þröstur Ernir
Frá byggingarvinnu í Naustahverfi á Akureyri. Mynd/Þröstur Ernir

Starfsmönnum í byggingargreinum hér á landi hefur fækkað um 25% undanfarin sex ár og aðsókn í iðnnám dregist saman. Fækkun námsmanna gerir það að verkum að eðlileg nýliðun nær ekki að eiga sér stað. Þetta segir Heimir Kristinsson varaformaður Byggiðnar, félags byggingamanna. „Fyrirtæki hafa auglýst eftir starfsmönnum sem ekki hefur borið árangur og hafa því fyrirtæki hér á svæðinu sýnt því aukinn áhuga á að fá erlent vinnuafl. Einnig hafa íslenskir iðnaðarmenn leitað erlendis eftir vinnu til að sækja hærri laun," segir Heimir. 

"Það sem þarf að gerast er að laun byggingamanna þurfa að hækka verulega til þess að menn haldast í starfi. Ungt fólk þarf líka að sjá tækifæri í að fara í iðnnám og einnig þarf að laða þá til baka sem fara erlendis í nám.“

Nánar er fjallað um  málið í prentúgáfu Vikudags

 

Nýjast