Skortur á húsnæði í Eyjafjarðarsveit

Karl Frímannsson
Karl Frímannsson

Lítið framboð er á húsnæði í Eyjafjarðarsveit og er það eitt af þeim verkefnum sem takast þarf á við á næstu misserum. Þetta segir Karl Frímannsson nýráðinn sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit í ítarlegu viðtali í Vikudegi. Karl segir að lítið hafi verið byggt af íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu undanfarin ár. „Það hefur verið frekar erfitt að fá húsnæði, íbúðir liggja ekki á lausu,“ segir hann. Svæði sem rúmar um 15 lóðir er tilbúið norðan við Hrafnagilsskóla og þar er þegar risið eitt hús.

„Mér finnst ekki ólíklegt að fleiri muni taka sig til og hefja húsbyggingar á svæðinu, ég veit af því að þó nokkrir hafa áhuga fyrir því. Það hjálpar líka kannski til að í nágrannasveitarfélaginu, Akureyri, er lítið framboð um þessar mundir af nýjum byggingalóðum og syðsti hluti Naustahverfis ekki enn tilbúinn,“ segir Karl.

Viðtalið við Karl Frímannsson í heild sinni má nálgast í prentúgáfu Vikudags

Nýjast