Ágúst fjallaði almennt um starfið í vetur s.s. námsaðlögun, athvarf, umhyggju og virðingu, samvinnu og táp og fjör. Flest hefur gengið eftir eins og ætlað var en sumt hefur tekið lengri tíma. Verkefnin fram undan eru t.d. stefnumótun vegna námsmats, innleiðing agastefnu, framkvæmd símenntunaráætlunar, sjálfsmatsáætlun, umsókn um Grænfána, aukin útikennsla og jafnréttisáætlun. Fram kom að húsnæðið hefur nýst starfseminni vel, hljóðvistin er góð og húsnæðið býður upp á mikinn sveigjanleika. Naustaskóli er að innleiða stefnu um jákvæðan aga og á samstarf við Glerárskóla og Hrafnagilsskóla. Verið er að sækja um styrk vegna innleiðingarinnar og er ætlunin að senda nokkra fulltrúa úr hverjum skólanna til Bandaríkjanna á 4 daga námskeið. Teymiskennslu er verið að þróa og hefur hún skilað góðum árangri í lang flestum tilvikum. Þá er mikil áhersla lögð á lýðræðisleg vinnubrögð s.s. skólaþing og bekkjarfundi.