Skólamáltíðir lækka

Samtaka, svæðisráð foreldra nemenda í grunnskólunum á Akureyri, mótmælti við skólanefnd bæjarins að lækkun verðs á skólamáltíðum skyldi ekki hafa verið ákveðin á fundi nefndarinnar 5. mars. Skólanefndin bókaði að ekki hefðu legið fyrir nauðsynlegir útreikningar til að taka þá ákvörðun Fyrir fund skólanefndarinnar nú í vikunni var lögð tillaga um lækkun á verði skólamáltíða í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar til samræmis við virðisaukaskattslækkun á matvöru frá 1. mars sl. Þar kemur fram að verð á máltíðum í skólamötuneytum grunnskólanna verði kr. 229 fyrir annarkort, kr. 274 fyrir mánaðarkort og 309 kr. fyrir stakar máltíðir. Verð til starfsmanna verður kr. 200 pr. máltíð. Þá er lagt til að verð pr. mánuð í leikskólum verði kr. 1.232 fyrir morgunverð og sama verð fyrir sídegishressingu, kr. 2.466 fyrir hádegisverð og kr. 4.930 fyrir fullt fæði.

Nýjast