Skólamáltíðir á Akureyri hækka að óbreyttu á næsta ári

Mynd/Völundur Jónsson
Mynd/Völundur Jónsson

Samkvæmt nýrri gjaldskrá Akureyrarbæjar fyrir árið 2016 er stefnt að 4% hækkun á skólamáltíðum sem taka gildi um áramótin.
Dagný Þóra Baldursdóttir, varaformaður skólanefndar, segir að hækkunin sé m.a. tilkomin vegna verðlagsbreytinga. Hækkunin er þvert á óskir Samtaka, sem eru samtök foreldrafé­laga á Akureyri, en eins og Vikudagur fjallaði um fyrr á þessu ári kröfðust samtökin þess að Akureyrarbær myndi endurskoða gjaldskrárhækkanir sem tóku gildi í byrjun janúar sl.

Samtaka hefur gagnrýnt að starfsfólk grunnskólana greiði eingöngu fyrir hráefniskostnað sem er 292 kr. á máltíð. Verðið sem skólabörn greiða
nú, fyrir hækkun, er 411 krónur í annaráskrift og 530 krónur fyrir staka máltíð. Lengri frétt um málið má sjá í prentútgáfu Vikudags sem kemur út í dag.

Nýjast