Skólabörn nýta undirgöng undir Hörgárbraut ekki nægilega vel

Oddur Helgi Halldórsson bæjarfulltrúi L-lista lýsti á fundi bæjarráðs Akureyrar nýlega, áhyggjum yfir því að skólabörn nýti sér ekki nægilega nýju undirgöngin undir Hörgárbraut heldur fari ennþá yfir götuna. Málið var til umræðu á síðasta fundi framkvæmdaráðs og hvatti ráðið framkvæmdadeild til að flýta verklokum og hafa gott samstarf við alla þá aðila sem málið varðar.

Nýjast